52. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2005 kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru fundargerðir bæjarráðs, fræðslu- og menningarmálanefndar, umhverfisnefndar og hitaveitunefndar, síðari umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana, tillögur um nýtingu tekjustofna, tillaga um merki fyrir Slökkvilið Grundarfjarðar, samningur um kaup Grundarfjarðarbæjar á eignarhluta ríkissjóðs í landi innan þéttbýlismarka Grundarfjarðar, vinabæjarheimsókn Grundfirðinga til Paimpol, erindi sýslumanns Snæfellinga umsögn um umsókn um veitingu leyfis til sölu gistingar í Suður-Bár auk ýmissa gagna til kynningar.

 

Bæjarstjóri