72. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu í dag, miðvikudaginn 18. október, og hefst kl. 17. Á dagskrá er m.a. fundargerðir nefnda og ráða, yfirlit um skil á staðgreiðslu, endurskoðuð fjárhagsáætlun árið 2006, tillaga að nýjum reglum um daggæslu í heimahúsum, tilnefning í endurmatsteymi vegna starfsmats, tillaga að samning um veghald vegar nr. 57, fyrirspurn til forseta bæjarstjórnar frá fulltrúum L-lista,  tillaga L-lista um stofnun sérstakrar nefndar um gerð jafnréttisáætlanar, ýmis fundarboð og efni til kynningar.

Hægt er að sjá fundarboð og dagskrá í heild sinni hér á hægri væng síðunnar.

 

Fundurinn er öllum opinn.

 

Bæjarstjóri