Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar í gær var samþykkt að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði.  Í haust var samþykkt að álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði yrði 0,36% á árinu 2008.  Í ljósi óvæntrar hækkunar á fasteignamati íbúðarhúsnæðis, sem varð 12% samkvæmt ákvörðun Yfirfasteignamatsnefndar, var samþykkt í gær að færa álagningarprósentuna niður í 0,34% á ný eða í sama horf og var á síðasta ári.  Einnig var samþykkt að álagningarprósenta lóðarleigu myndi lækka í 0.7% en var 0,8% og álagningarprósenta holræsagjalds verður 0,17% en var 0,18%.  Þetta er gert til þess að koma til móts við eigendur íbúðarhúsnæðis og létta gjaldabyrði einstaklinga vegna hækkandi fasteignamats.  Fyrsti gjalddagi fasteignagjaldanna á þessu ári verður 1. mars n.k.  Gjalddagarnir verða átta með eins mánaðar millibili.  Þeir sem fá álögð gjöld að upphæð 15.000 eða minna greiða þó í einu lagi á gjalddaga 1. júlí n.k.