Þann 24. mars s.l var opnaður ljósmyndavefur Bæringsstofu. Síðan þá hafa margir unað lengi við skoðun mynda. Nú þegar eru komnar yfir 100 ábendingar um efni myndanna og tilurð. Þessi virkni skoðara er mjög góð og og leggur grunn að gagnlegum upplýsingum sem nýtast mun safninu í framtíðinni. Fólk er eindregið hvatt til að senda inn upplýsingar jafnvel þó það þekki ekki alla sem á myndunum eru. Þar sem upplýsingar skortir er óhætt að setja ???. Innsendar upplýsingar eru yfirfarnar áður en þær birtast á vefnum.

Kærar þakkir fyrir frábærar móttökur.