Bætingarmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið í Grundarfirði laugardaginn 23. febrúar.  Keppendur voru á aldrinum 11 ára og eldri og mættu keppendur frá UMFG, Snæfelli og Staðarsveit. 

Á þessu móti var keppt í hástökki m/ atrennu, langstökki og þrístökki án atrennu og má segja að árangur hafi ekki látið á sér standa.  Snjólfur Björnsson frá Snæfelli bætti árangur sinn í hástökki úr 1,55 í 1,66 m auk þess sem  Aldís Ásgeirsdóttir og Emil Smith bættu sinn árangur líka í hástökki.  Flestir voru að keppa í þrístökki í fyrsta skipti og gekk þeim bara bærilega.

Á bætingarmótum eru engin verðlaun og þar af engin skráningargjöld, einungis er keppt í 2-3 greinum á hverju móti og er hverju félagi frjálst að velja greinar sem það vill láta keppa í.  Þessi mót eru til að æfa sig í að keppa og fá árangur sinn skráðan hjá FRÍ í ferilskrána, en hver sá sem hefur keppt í frjálsum á síðustu árum á árangur sinn skráðan á netinu. 

Frjálsíþróttadeild UMFG þakkar þeim sem hjálpuðu til kærlega fyrir aðstoðina.

Kveðja K.H.