- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Frétt á vef Skessuhorns 24. september 2009:
Reiknað er með að Breiðafjarðarferjan Baldur komi aftur til heimahafnar í Stykkishólmi í lok vikunnar en skipið hefur sem kunnugt er verið í afleysingum fyrir Herjólf í siglingum milli lands og Vestmannaeyja. Siglingar Baldurs milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey, hefjast því aftur samkvæmt áætlun á sunnudaginn, þann 27. september. Á þessum tíma frá 13. september síðastliðnum var samgöngum til Flateyjar þjónað fjórum sinnum í viku með Særúnu, farþegabát Sæferða. Þá hefur verið siglt tvisvar í viku til Brjánslækjar. Særún tekur yfir 100 farþega en getur ekki annast bíla- eða þungaflutninga. Særún er hins vegar snögg í ferðum og er til dæmis einungis um eina klukkustund á milli Stykkishólms og Flateyjar.