9 - 10 ára hópurinn frá UMFG

Barnamót HSH fyrir 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum var haldið í blíðskaparveðri á Lýsuhól 23 júní.  Níu  krakkar mættu frá UMFG og stóðu sig með prýði.  8 ára og yngri kepptu í 60 m hlaupi, boltakasti og langstökki en 9-10 ára kepptu auk þess í kúluvarpi, hástökki og 600 m hlaupi.  Að loknu móti var boðið upp á grillaðar pylsur og safa.

Unglingamót HSH fyrir 11 -18 ára var haldið í Stykkishólmi 24 júní.  8 keppendur voru frá UMFG en alls voru 19 krakkar sem kepptu.  Hæst bar að Steinunn Júlía Víðisdóttir bætti héraðsmetið í kringlukasti 15 – 16 ára meyja sem hún átti frá síðasta sumri úr 24,10 í rúma 28 metra, sem er frábær árangur hjá henni.   Unglingamótið er stigakeppni félaga en Snæfell rétt hafði sigur á UMFG í stigakeppnini og Staðarsveit í 3 sæti.

 

KH.