Barnadeild bókasafnsins hefur tekið nokkrum stakkaskiptum síðustu daga. Helga Soffía Gunnarsdóttir, brottfluttur Grundfirðingur, hefur gjörbreytt aðstöðunni fyrir börnin með myndefni, húsgögnum og uppstillingum. Börn og foreldrar sem og aðrir eru velkomnir að koma í hornið og kíkja í bækur í ævintýralegu umhverfi fimmtudaginn 24. júlí milli kl. 13 og 18. Áfram verður opið á fimmtudögum fram í miðjan ágúst þegar vetrartíminn byrjar. Sunna.