Í tilefni af viku símenntunar ætla Beggi og Pacas að heimsækja vesturland og halda fyrirlestur um kærleikan, fordóma, gleðina og hamingjuna. Einnig munu þátttakendur fá að smakka á gómsætu og hollu góðgæti og munu þeir félagar velta upp þeirri spurningu hvort matur hafi áhrif á andlega líðan.

   

Skráning er hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi í s: 437-2390, eða með tölvupósti  skraning@simenntun.

Aðgangur er ókeypis

Peggi og Pacas verða í Grundarfirði, þriðjudaginn 23. september kl. 20.00-23.00. Fyrirlesturinn fer fram í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.