Kæru íbúar!

Því miður hefur borið á að olíulykt leggi yfir afmarkað svæði í bænum undanfarna 2-3 daga, einkum við innanverða Grundargötu og Hlíðarveg og hluta Grafarbæja. Ástæðan er bilun í kyndingu grunnskóla/íþróttahúss. Búið er að panta varahluti og viðgerðarmann að sunnan, en sökum veðurfars þessa daga hefur það ekki gengið enn.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum og vonum að viðgerð ljúki sem fyrst.