Þær leiðu fregnir bárust í dag að Queen Elizabeth II. treysti sér ekki til þess að sigla inn á Grundarfjörð vegna bilunar í hliðarskrúfu.  Þetta átti að verða í fyrsta og síðasta sinn sem skipið hefði viðkomu í Grundarfirði svo það eru mikil vonbrigði að svona skildi fara.  Að mati skipstjórans er ekki öruggt að sigla skipi af þessari stærð inn á fjörðinn nema að allur búnaður þess sé í lagi.  Von var á skipinu til Grundarfjarðar þ. 4. ágúst n.k. en af því verður sem sagt ekki.