Biskup Íslands kemur í heimsókn til Grundarfjarðar 13-14. febrúar nk. Frú Agnes M. Sigurðardóttir mun eiga fund með sóknarnefnd um málefni sóknarinnar og taka út starfið eins og henni er skylt að gera.

Fimmtudagskvöldið 13. febrúar verður guðsþjónusta kl. 20.00 og mun Agnes predika. Eftir athöfn verður boðið upp á veitingar og spjall í safnaðarheimilinu. 

 

Föstudaginn 14. febrúar mun biskupinn fara í heimsóknir og eiga fundi með fólki og endar heimsóknina með því að þiggja kaffisopa á Fellaskjóli.