Bjartsýni okkar Grundfirðinga er mikil og góð. Það var rétt búið að panta götusóp Þegar byrjaði að snjóa sem aldrei fyrr.

Nokkuð ljóst má telja að götusópur kemur ekki hingað næstu daga, því snjóað hefur látlaust í allan dag og kalla þurfti út snjómoksturstæki. Í vorskapi okkar vorum við búin að ákveða að þetta yrði bara smá slydda sem færi á morgun. Við höldum þó bjartsýni okkar áfram og vonum að það náist að hreinsa götur fyrir páska, en betra er að lofa engu.

Góða helgi!