Nú verður tekin upp sú nýbreytni að birta færslur úr dagbók björgunarsveitarinnar Klakks í Grundarfirði hér á  vefnum. Gerir þetta fólki kleyft að fylgjast með því frábæra starfi sem sveitin er að vinna.

5. jan 2011. Útkall kl. 17:30. Átta félagar mæta í útkall.

Bátur með net fast í skrúfu. Báturinn sóttur á harðbotnabátnum Reyni og dreginn í land.

 

7. jan 2011. Útkall kl. 02:14. Níu félagar mæta í útkall.

Hafnarvörður aðstoðaður við að festa bát sem var að slitna frá bryggju.

Báðum útköllum lauk á farsælan hátt.