Fyrir skemmstu fóru þrír úr unglingadeildinni Pjakk á námskeiðið Björgunarmaður 1 á Gufuskálum. Þetta námsekið er haldið á vegum Björgunarskóla Landsbjargar og er í heildina 9 dagar. Fulltrúar Pjakks voru þeir Gísli Valur Arnarson, Ólafur Kristinn Skarphéðinsson og Gústav Alex Gústavsson. Á námskeiðinu fá þeir alla grunnþjálfun á því sem björgunarmaður þarf að hafa til að geta hafið störf í björgunarsveit, s.s. rötun, fjallamennska, leitartækni, fyrsta hjálp, veðurfræði til fjalla og fl.

Segja má að drengirnir hafi verið styrktir á þetta námskeið vegna áhugasemi og góðrar mætingar í Pjakk frá því þeir fengu leyfi til að byrja í deildinni 14 ára gamlir. Ætlunin er að halda þessu áfram ef áhuginn heldur áfram að vera svona hjá krökkunum sem og ef áhugi er á að halda áfram upp í björgunarsveitina að loknum tímanum í Pjakknum.

 

Þann 8. apríl fóru nokkrir vaskir björgunarsveitarmenn af stað á landsæfingu björgunarsveita sem haldin var á Egilstöðum og nágrenni að þessu sinni.

Sveitin okkar tók þátt í svokölluðum almennum verkefnum og því þurfti að takast á við fjallaverkefni, fyrstu hjálp, bílaverkefni og fl.. Það reyndi því á ýmsan búnað sveitarinnar, s.s. skelina (börur sem slasað fólk er lagt í), fyrstuhjálparbúnaðinn, sig- og klifurbúnað sem og að sjálfsögðu líkamlegt atgervi. Verkefnin voru leyst af bestu getu og fékk sveitin ávallt góða einkunn frá verkefnisstjóra fyrir góða frammistöðu í verkefni.  Fólk var sælt, ánægt og þreytt eftir góða en erfiða helgi.