Í dag lætur Björn Steinar Pálmason af starfi bæjarstjóra. Björn Steinar hefur starfað sem bæjarstjóri í fjögur ár en hann tók við af Guðmundi Inga Gunnlaugssyni.   Á dögunum var haldið kveðjuhóf þar sem að starfsmenn bæjarins og kjörnir fulltrúar kvöddu Björn. Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Eyþór Garðarsson, fyrrverandi og núverandi forsetar bæjarstjórnar, þökkuðu fyrir samstarfið og færðu Birni blóm.

Björn Steinar segir að nú hafi verið rétti tíminn til þess að hætta og kveður starfið sáttur. Við þökkum Birni Steinari fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.