- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Krakkablak hefur verið stundað í Grundarfirði í tvo vetur og eru 45 – 50 börn og unglingar að æfa í hverri viku á aldrinum 6 til 16 ára. En strax frá fyrsta degi hefur verið mikill áhugi hjá krökkunum að æfa blak. Nýverið fengu síðan unglingarnir að spreyta sig á sínu fyrsta fullorðins blakmóti, sem haldið var í Stykkishólmi. Þau stóðu sig vonum framar og var gaman að sjá hvað þau lögðu sig fram á mótinu. Öll höfðu þau bæði mikið gagn og gaman af þessu og voru harðákveðin í að gera betur á næsta móti.
Blakkonur fóru einnig á mótið með tvö lið og spiluðu þau í sitt hvorri deildinni. Þær unnu 2 deild og náðu 3 sæti í 1 deild. Flott verðlaun voru fyrir verðlaunasæti en það voru handklæði í boði KB banka .