Síðastliðna helgi hélt blaklið kvenna í Grundarfirði á Hvolsvöll að keppa í 3. deild í blaki.  Var þetta önnur helgin af þremur.  Voru þær  í 3. sæti eftir fyrsta mótið sem haldið var í Mosfellsbæ í október.  En nú gekk allt upp hjá stelpunum. Þær komu sáu og sigruðu, því þær unnu alla sína  leiki sem voru fimm talsins með 2 – 0 og er það frábær árangur.  Munu þær í framhaldinu keppa um 1. – 6. sæti í byrjun apríl og vonum að allt gagni eins vel og smurt og nú um helgina.  Óskum þeim til hamingju með árangurinn.