Bleiki dagurinn föstudaginn 20. október 2023

Bleika slaufan hvetur landsmenn til að vera bleik - fyrir okkur öll og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Starfsfólk í stofnunum Grundarfjarðarbæjar og nemendur í leik- og grunnskóla héldu bleika daginn hátíðlegan í dag.

Starfsfólk grunnskólans mætti í bleikum fötum og voru með bleikt kaffiboð. Nemendur í grunnskóla mættu einnig í bleiku.
Starfsfólk og nemendur leikskólans héldu einnig uppá bleika daginn með því að klæðast bleiku.
Starfsfólk bæjarskrifstofu heiðraði einnig málefni dagsins með bleiku þema. 

Það var því sannkallaður bleikur dagur hjá Grundarfjarðabæ í dag! 

Bleika slaufan er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttu gegn krabbameinum hjá konum. Hér má finna frekari upplýsingar.

Panta tíma í brjóstaskimun? - sjá hér.

Fróðleikur um leghálsskimun - sjá hér.