Grundarfjarðardeild Krabbameinsfélags Íslands hefur ákveðið að lýsa upp heilsugæslustöðina við Hrannarstíg í októbermánuði.

Bleiki liturinn á að minna okkur á að kaupa bleiku slaufuna til styrktar leit að krabbameini hjá konum.

Einnig minnir bleiki liturinn, alla á nauðsyn þess að konur fari í krabbameinsleit og fylgist reglulega með líkama sínum.