Það voru þreyttir, glaðir og sólbrenndir keppendur og foreldrar sem komu heim af Smábæjarleikunum á Blönduósi. UMFG mætti með 6 lið til keppni og komu öll liðin heim með bikar að móti loknu.  7. fl, 6. fl ka og 5. fl fengu öll gull í B úrslitum. 6.fl kvenna varð í 3. sæti. 4. fl kvenna fékk gull og 4.fl karla varð í þriðja sæti. Þetta var frábær helgi og mikið af foreldrum sem að mættu með börnum sínum á mótið. Lið UMFG voru til fyrirmyndar hvar sem þau komu og voru krakkarnir glæsilegir í nýju vindjökkunum.

 

 

Þeir iðkendur UMFG og foreldrar sem vilja eignast vindjakka geta haft samband við formann UMFG og pantað jakka, þetta á við allar deildir innan UMFG. Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 4. júlí.