Á laugardaginn síðastliðinn var keppt í boccia hér í íþróttahúsinu. Mótið var haldið af félagi eldriborgara í Grundarfirði. Var þetta í fyrsta sinn sem  haldið er slíkt mót hér í bæ og var mótið sett af Guðmundi Inga bæjarstjóra.  Þrátt fyrir leiðindaveður komu fjögur lið úr Borgarnesi og tvö úr Snæfellsbæ, en liðin frá okkur voru sex talsins og var hún Pálína Gísladóttir stjarna mótsins. Spilað var á þremur völlum og var mótið vel heppnað í alla staði. Keppnin var jöfn og stórskemmtileg, heimamenn fengu silfur og brons en Borgnesingar gullið. Úr félagi eldri borgara eru að jafnaði 22-24 sem æfa boccia í hverri viku og nú eru stífar æfingar framundan því í byrjun maí verður vormót í Borgarnesi.