Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir, frá Fisk Seafood og Gyða Rós Freysdóttir, starfsmaður leikskólans, ás…
Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir, frá Fisk Seafood og Gyða Rós Freysdóttir, starfsmaður leikskólans, ásamt glöðum börnum fyrir utan leikskólann.

 

Leikskólanum á Sólvöllum barst þessi einstaklega fallega bókagjöf frá Fisk Seafood.

Bókin ber heitið "Dýrin á Fróni, myndskreyttar vísur um algeng íslensk dýr." 

Það var hún Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir starfsmaður Fisk Seafood, sem afhenti leikskólanum á Sólvöllum þrjú eintök af bókinni, eina fyrir hverja deild. 

Einnig var grunnskólanum og bókasafninu færð þessi bók að gjöf. 

Er Fisk Seafood þakkað kærlega fyrir gjöfina.