Rökkurstund við Víkingahúsið. Upplestur við logandi ljós kl. 18:00, mánudaginn 12. nóvember..

Norræna bókmenntavikan. Þemað í ár eru hetjur á Norðurlöndunum.

Hittumst með púða til að sitja á og teppi ef að blæs.

Við hlustum á nokkra kafla úr bókinni Íslenskir kóngar eftir Einar Má Guðmundsson sem lesin er um kl. sex á yfir 2.500 bókasöfnum á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum.  Allir aldurshópar geta notið þess að hlusta á frásagnir Einars Más.

Það er um að gera að koma með poppkorn og eitthvað heitt að drekka í ferðabollanum sínum. Sjáumst Sunna.

 

Bókasafn Grundarfjarðar á Facebook