Unnin hefur verið efnisskrá 1. - 6. bindis af Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Safn til sögu Eyrarsveitar . Ritið kemur út árlega og inniheldur efni um liðinn tíma og annál nýliðins árs. Einnig hefur verið bætt við Bóka- og efnisskrá Eyrarsveitar sem inniheldur skrá yfir efni tengt Eyrarsveit og Grundarfirði fyrr og nú.  

 

Báðar skrárnar eru unnar á Bókasafni Grundarfjarðar af Sunnu Njálsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi. Bóka- og efnisskráin er ekki fullkomin en leitast er við að bæta inn nýju efni jafnóðum. 
Allar ábendingar eru þegnar með þökkum í netfangið bokasafn@grundarfjordur.is