Tilvalin til að setjast niður í friði og ró á aðventunni og lesa tímaritin eða skrifa jólakortin. Gott útsýni frá lesborðum.

Nú eru jólabækurnar farnar að tínast inn á bókasafnið. Þá er um að gera að kíkja og sjá hvað er inni. Bækur sem komu út í fyrra eru oftar lausar og bíða þess að vera lesnar. Listi yfir þær er á vefsíðu bókasafnsins (http://bokasafn.grundarfjordur.is/boknyjar.html) sem og þær nýju frá 2004.

Um jólin verður bókasafnið opið alla virka daga.

Við kaupum aðeins eitt eintak af flestum bókum og aldrei hægt að vita fyrirfram hverjar verða vinsælar og allir bíða eftir. Fólk er hvatt til að standa í skilum með bækur sem það er með í láni svo þær megi nýtast sem flestum. Lánstími er yfirleitt 30 dagar en 10-14 dagar á nýjustu bókunum.

Nokkrar bækur eru í útláni sem er ekki skráð. Ef viðkomandi kannast við þessar bækur má hann láta okkur vita eða skila á bókasafnið.

1.       Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Strikamerki nr. 234 6357.

2.       50 country quilting projects, nokkuð stór bútasaumsbók.

Bók á röngum stað eða í óskráðu útláni er týnd bók.  (Óskráð útlán getur t.d. gerst við útlán í Gegni ef bækur eru „skannaðar“ of ört út).

Bækur sem hafa týnst fyrir löngu eru alltaf velkomnar eða vel þegnar og er ekki innheimt sekt fyrir þær. Einnig bækur frá öðrum bókasöfnum. Sektir eru annars 5 kr. á dag á hverja bók. Hámarkið er þó 2000 kr.

Verið velkomin.

Starfsfólk.