Frítt á bókasafnið

Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar í janúar að hætta að innheimta árgjöld. Ástæðan er sú að ekki þykir svara kostnaði að fylgjast með hverjir borga. Eftir sem áður verða rukkaðar sektir fyrir vanskil efnis og gjöld fyrir ljósritun, myndbönd og fleira.

 

Fjarnemar í Grundarfirði!
Kynningarfundir í bókasafninu á fimmtudögum kl. 19:30 í mars.
Umræðuefni: Að hittast og skiptast á upplýsingum,
safnfræðsla, upplýsingaleit, lestraraðstaða o.fl.


Lánað og leitað
Boðið er upp á safnfræðslu á bókasafninu eða á fundum í félögum og á vinnustöðum. Þetta er liður í kynningu á bókasafninu og þeim möguleikum sem ný tækni og þekking gerir mögulega. Hafið samband við Sunnu í s. 895 5582 eða með tölvupósti.

 

Bókasafn Grundarfjarðar
Borgarbraut 16
350 Grundarfjörður

 

Sími 430 8570
Veffang: http://bokasafn.grundarfjordur.is
Netfang: bokasafn@grundarfjordur.is

 

Bókasafnið opnar kl. 15 alla virka daga.
Það er opið til kl. 18 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga,
til kl. 20 á fimmtudögum og
til kl. 17 á föstudögum.