Bókasafnsdagurinn 17. apríl er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum um allt land. Skoðið vefsíðu bókasafnsins um daginn. Fylgist með viðtölum og fréttum í fjölmiðlum. Á bókasafni Grundarfjarðar er boðið upp á kaffi og safa. Það þarf ekki að eiga skírteini til að mega heimsækja bókasafnið.

Hægt er að kaupa bækur, notaðar og nýjar, á 50-200 kr stykkið.

Kíkið á Flökkubækurnar í andyrinu.

Opið verður þennan þriðjudag fyrir hádegi kl. 10-12 og eftir hádegi kl 14-18.