- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þann 13. september sl. var lögð fram bókun félagsmálanefndar Snæfellinga á fundi nefndarinnar í byrjun september. Þar fagnaði félagsmálanefnd því að Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna, en aukið hefur verið við starfshlutfall sálfræðinga hjá HVE úr einni stöðu í 1,8 stöðugildi. Bæjarstjórn tekur undir bókun félagsmálanefndar.
Bókun bæjarstjórnar:
„Bæjarstjórn fagnar því að HVE bjóði nú upp á aukna þjónustu og tekur undir með félagsmálanefnd um að hún vænti góðs aðgengis Snæfellinga að þjónustunni á svæðinu.“