Heilsugæslustöð Grundarfjarðar stendur fyrir bólusetningu fyrir forgangshópa.

 Til forgangshópa teljast:

• Allir 60 ára og eldri.

• Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta- lungna-nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

• Barnshafandi konur

 

Bólusetningar munu fara fram á heilsugæslustöðinni og er fólki bent á að panta tíma í síma 432-1350.

 Bóluefnið er frítt fyrir forgangshópa en greiða þarf komugjald (með korti) nema aldraðir og öryrkjar sem greiða ekkert.

 Mælst er til að hafðar séu andlitsgrímur fyrir vitum og klæðnaður þannig að auðvelt sé að komast að til bólusetninga í upphandlegg.

 Heilsugæslustöð Grundarfjarðar

Sími 432-1350