TILKYNNINGU KOMIÐ Á FRAMFÆRI FRÁ HVE:

Kæru Grundfirðingar

Bólusetning verður þriðjudaginn 25. janúar vegna Covid-19 á Heilsugæslunni í Grundarfirði.

Bólusett verður með Pfizer bóluefni.

Bólusetningarnar eru ætlaðar eftirfarandi hópum:

- Óbólusettir 12 ára og eldri

- Örvunarskammtur fyrir þá sem hafa fengið einn skammt af Janssen bóluefni. Þá þurfa að hafa liðið a.m.k. 4 vikur frá fyrri bólusetningu.

- Örvunarskammtur (Athugið að það er val, fólk telst full bólusett eftir tvo skammta af Pfizer, Moderna og Astra Zeneca) Það þurfa að hafa liðið a.m.k. 26 vikur frá síðasta skammti.

Vinsamlegast pantið tíma fyrir kl. 12 föstudaginn 21. janúar hjá HVE Grundarfirði í síma 432-1350.​