Síðastliðinn þriðjudag stóðu samtökin Heimili og skóli fyrir borgarafundi undir yfirskriftinni „Stöðvum einelti strax. Vel var mætt á fundinn sem haldinn var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Á fundinum voru erindi frá samtökum Heimilis og skóla, Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Olweusaráætluninni og Liðsmönnum Jericho, sem eru hagsmunasamtök foreldra þolenda eineltis og uppkominna þolenda. Að framsögum loknum voru pallborðsumræður. Almenn ánægja var með fundinn og foreldrar voru kvattir til að kynna sér eineltismál frekar.