Orkuveita Reykjavíkur er að prufudæla borholuna á Berserkseyri. Dælan er staðsett á 120 metra dýpi og er vatnsborðið í holunni á 60 metra dýpi. Dælingin gengur vel og er rennslið 28-30 lítrar á sekúndu. Hitastig er stöðugt í tæplega 80° c. Talsverð leiðni er í vatninu sem bendir til þess að vatnið sé salt.