Börn og umhverfi er heiti á námskeiði sem haldið er árlega fyrir nemendur í 6. bekk.
Námsefni og skipulag kemur frá Rauðakrossi Íslands. Námskeiðið fór fram í grunnskólanum 28.-30. apríl.

Kennarar á námskeiðinu voru Hildur Sæmundsdóttir ljósmóðir og Eydís Lúðvíksdóttir kennari og þroskaþjálfi. Á námskeiðinu læra nemendur ýmislegt um samskipti við ung börn á aldrinum 0-8 ára og umönnun þeirra.  Fjallað er um þroska barna á hverju aldursári frá ungbörnum upp í 8 ára og hvaða leikir og leikföng hæfa hverjum aldri. Farið er yfir helstu orsakir slysa og hvernig á að varast slys og  í framhaldi af því eru kennd undirstöðuatriði í skyndihjálp. Námskeiðið byggist á fræðslu, verkefnavinnu og verklegum æfingum. Mikil áhersla er lögð á að börn sem gæta yngri barna séu meðvituð um ábyrgð sína og séu góðar fyrirmyndir.