Yngstu börnin á leikskólanum Sólvöllum fengu á dögunum góða gjöf frá Arion banka. Hvert og eitt barn fékk sinn eigin vatnsbrúsa til að hafa inni á deild en hver brúsi er merktur með mynd af hverju barni. Gjöfin kemur að góðum notum og er mikil ánægja með hana. Á sama tíma gaf Arion banki sápukúlur til að leika með úti og hafa þær verið mikið notaðar úti við og vakið mikla gleði meðal barnanna.


Leikskólinn Sólvellir þakka Arion banka kærlega fyrir góða gjöf.