Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er undirbúningur að borun eftir heitu vatni að komast á lokastig.  Unnið  verður að því að flytja borinn vestur í Kolgrafafjörð í þessari viku.  Verið er að undirbúa borstæðið og vonast er til þess að því verkefni ljúki að miklu leyti í vikunni.  Mikil eftirvænting er eftir niðurstöðum úr boruninni.  Upphaflega var gert ráð fyrir að lagning dreifikerfis yrði hafin um þetta leyti, en það hefur beðið eftir niðurstöðum úr væntanlegri borun.  Gangi væntingar Grundfirðinga eftir, mun lagning dreifikerfis hefjast þegar líður fram á árið og ef til vill verður komið heitt vatn í einhver hús í Grundarfirði á árinu ef vel gengur.