Laugardaginn 21. maí sl. náðu bormenn upp 25 m af brotnum stöngum sem sátu föst í holunni. Í framhaldi af því náðu þeir að bora 6 m til viðbótar en urðu aftur að hætta. Sem stendur sitja fastir í holunni um 6 metrar af stöngum ásamt borkrónunni sjálfri. Það kemur í ljós eftir daginn í dag og á næstu dögum hvort þeim takist að ná þessum síðustu brotum upp úr holunni. Ef það tekst ekki þarf að taka afstöðu til hvort látið verði staðar numið við þessa holu, eða hvort reynt verði að bora “framhjá”. Verkstjóri á staðnum sagði hinsvegar að það væri ekki auðvelt mál og ekki víst að það verði niðurstaðan. Það er hins vegar ákvörðun sem verður ekki tekin af börmönnum heldur yfirmönnum Ræktunarsambandsins, verkkaupa og Orkustofnun.

Þegar borun við vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri lýkur hefjast bormenn Ræktunarsambands Flóa og skeiða handa við borun kaldavatnsholu við Grundarbotn. Áætlað er að það verk taki tvo daga.