Búið er að bora vinnsluholuna fyrir hitaveitu við Berserkseyri niður á 500 metra dýpi. Borun hefur gengið hægt undanfarna daga vegna þess að berglögin eru mjög hörð. Í gær brotnaði strengur og hefur farið talsverður tími í viðgerðir síðan og að ná strengnum upp úr holunni. En borun hófst að nýju um hádegið í dag og verður borað alla helgina.