Þriðjudagur 6. mars 2007

Dýpi kl. 7 var 1445 m. Skoltap 5-7 l/s.

Smá skolþrýstingsfall varð í stutta stund (innan við 1 mín) í 1452 m og því fylgdi aukin borhraði.

Gert er ráð fyrir að borun í 1500 m ljúki í kvöld. Að borun lokinni verður holan gýrómælt og hitamælt í streng. Baker-Hughes mun sjá um gýrómælinguna með mælningabíl frá ÍSOR.

Tilgangur hitmælingarinnar er meðal annars að meta hvort ástæða er til að bora áfram. Ef ekki er talin ástæða til dýpkunar verður tekið upp og farið í prófunar- og mælingaprógram þegar borstangir eru komnar upp.