BS-1

Hiti úr BS-1 var 78,3°C kl. 14, miðvikudaginn 7. mars 2007.

Vatnið úr BS-1 hefur ekkert kólnað þrátt fyrir dælingu frá 24. febrúar. Á þessum tíma hefur verið 5 til 10 l/s skoltap úr BS-2.

Þetta eru nýjustu fréttir af vef ÍSOR um verkefnið á Berserkseyri og fjallar að mestu um eldri holuna.  Sjálfri borun nýju holunnar er nú að ljúka og þá tekur við nánari könnun á eiginleikum jarðlaganna sem borað hefur verið í.  Nýja holan verður blásin og kannað til hlýtar hversu gjöful hún getur orðið.  Náið verður fylgst með öllu sem fram kemur um borholurnar og það sem er fréttnæmt verður birt jafnóðum.