Á fréttavef Sambands íslenskra sveitarfélaga voru birtar bráðabirgðaniðurstöður ársreiknings sveitarfélaga fyrir árið 2003 þann 5. ágúst sl. Niðurstöðurnar byggja á ársreikningum 52 sveitarfélaga þar sem um 92% íbúa landsins búa. Minnt er á að árið 2002 voru tekin upp breytt reikningsskil sveitarfélaga og ársreikningar ársins 2002 birtir samkvæmt þeim, þannig að samanburður við reikningslegar niðurstöður fyrri ára er í flestum tilvikum óraunhæfur.

Til samanburðar við niðurstöður áranna 2002 og 2003 eru birtar niðurstöður úr fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna fyrir árið 2004. Sjá helstu niðurstöður hér