Í gær, 20. desember, var í þriðja sinn brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. 10 nýstúdentar voru útskrifaðir og er heildarfjöldi útskrifaðra nemenda frá skólanum nú 18 stúdentar, en skólinn hefur aðeins starfað í tvö og hálft ár.

 

Fríður hópur útskriftarnema um jól 2006 búnir að setja upp húfurnar

Þær Oddný Assa Jóhannsdóttir og Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Tveir nemendur úr þessum hóp, þau Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir og Jón Óskar Ólafsson, hafa hlotið alla sína framhaldsskólamenntun á Snæfellsnesi og voru þeim færð blóm af því tilefni.

Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér.