Þann 23. október sl. brautskráðust tveir Grundfirðingar úr Framhaldsdeild KHÍ. Það voru þær Katrín Elísdóttir, kennari í Grunnskóla Grundarfjarðar, með Dipl.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á nám og kennslu ungra barna (30 einingar) og Sigríður H. Pálsdóttir, leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla, með Dipl.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun (30 einingar). Þeim stöllum eru færðar innilegar hamingjuóskir í tilefni útskriftarinnar.

Katrín Elísdóttir og Sigríður H. Pálsdóttir á útskriftardaginn