Breski sendiherrann á Íslandi, Stuart Gill, kom í heimsókn til Grundarfjarðar í dag og kynnti sér starfsemi tveggja fyrirtækja, þ.e. Soffaníasar Cecilssonar og FISK; auk þess sem hann skoðaði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Að þessu loknu fór hann í hvalaskoðun með Láka Tours.

Sendiherrann vildi kynna sér Grundarfjörð en fjöldi breskra ferðamanna hefur komið hingað í skipulögðum ferðum í vetur í hvalaskoðun. Þá hafði hann sérstakan áhuga á að sjá starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja.

Það er okkur Grundfirðingum mikill heiður að fyrirsvarsmenn erlendra ríkja á Íslandi hafi sérstakan áhuga á að kynna sér atvinnulíf og mannlíf í Grundarfirði.