Aðalskipulagsuppdráttur

Þann 28. júní sl. samþykkti bæjarráð Grundarfjarðarbæjar, sem fer með umboð bæjarstjórnar yfir sumartímann, að gerð yrði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039.

Tillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt á heimasíðu Skipulagsstofnunar frá 13. júlí með athugasemdafresti til og með 4. ágúst. Engar athugasemdir bárust við tillöguna og var breytingin staðfest af Skipulagsstofnun 13. september sl. og er áætlaður birtingadagur í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. september nk.

Samkvæmt Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-2). Fyrir breytingu var heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti og reisa þjónustu- og veitingahús fyrir allt að 100 gesti. Í skipulagsskilmálum segir jafnframt að mannvirki skuli falla vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Með breytingunni verður heimilt að bæta við gistirýmum fyrir allt að 12 gesti í fyrirhugaðri þjónustubyggingu og hækka smáhýsi til útleigu úr lágreistum húsum í allt að tveggja hæða hús sem megi vera allt að 65 m2 að flatarmáli.

Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá áætluðum birtingardegi deiliskipulagstillögu í B- deild Stjórnartíðinda, þ.e. frá 28. september 2023 til 26. október 2023

Grundarfirði, 20. september 2023

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi