Alþingi samþykkti þann 22. mars sl. ný lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Lögin fela það í sér að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga fer fram laugardaginn 8. október 2005, í stað 23. apríl nk., eins og áður hafði verið gert ráð fyrir í svstjl.

Kosið verður um tillögur sameiningarnefndar sem skipuð var af félagsmálaráðherra og með fulltrúum tilnefndum af Sambandi ísl. Sveitarfélaga, en nefndin lagði m.a. til að kosið yrði um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps, Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

 

 

Samstarfsnefnd á hverju svæði verður þó heimilt að láta atkvæðagreiðsluna fara fram fyrr ef það er mat nefndarinnar að sameiningartillaga muni hljóta næga kynningu meðal íbúa fyrir kjördaginn. Skal samstarfsnefndin kynna félagsmálaráðuneytinu þá ákvörðun sína svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 20. maí 2005 til að ráðuneytið geti gert ráðstafanir til að láta utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefjast tímanlega fyrir kjördag.

Í lögunum er heimiluð ein undantekning frá framangreindri frestun, þ.e.a.s. að atkvæðagreiðsla um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps, Kolbeinsstaðahrepps og Skorradalshrepps fari fram þann dag sem samstarfsnefnd kjörin af sveitarstjórnum þessara sveitarfélaga hefur þegar ákveðið.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins þann 23. mars sl. 

 

Sjá nánar umrædd Lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, með síðari breytingum.

 

Þann 4. janúar 2005 var í bæjarstjórn Grundarfjarðar gerð eftirfarandi samþykkt – umsögn til sameiningarnefndar um tillögur nefndarinnar.