Á næstunni verða þær breytingar á bæjarskrifstofunni að Eyþór Björnsson sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra í fæðingarorlofi Bjargar Ágústsdóttur, mun flytja sig um set yfir í Snæfellsbæ um mánaðamótin mars/apríl og taka við starfi bæjarrita í eitt ár. Björg mun koma aftur til starfa í byrjun maí.

 

Friðbjörg Matthíasdóttir skrifstofustjóri, hefur ákveðið að koma ekki til starfa þegar fæðingarorlofi hennar lýkur 1. maí nk. Henni eru færðar þakkir fyrir samstarfið. Í hennar stað hefur Björn Steinar Pálmason verið ráðinn skrifstofustjóri en hann hefur gegnt starfinu frá miðju síðasta ári.