Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á útliti vefsins. Vefurinn er í stöðugri þróun og sífellt fleiri upplýsingar að bætast inn á hann.
Þessar breytingar eru helstar:
-
Efst í hægra horni á forsíðu er komnir hnappar til að stækka letur á vefnum.
-
Í vinstra dálki á forsíðu er listi yfir nýjustu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda.
-
Hægri dálkur á forsíðu hefur tekið þeim breytingum að efst er hnappur til að gerast áskrifandi að fréttum, en upplýsingar um hversu margir eru að skoða vefinn hafa verði færðar neðar sem og hnappur til að gera vefsíðuna að upphafssíðu.
-
Fréttir á forsíðu eru nú í einum dálki en voru áður í tveimur dálkum.
-
Undir flipanum "Ferðaþjónusta" hefur verið bætt við hnappi til að nálgast nýjustu gengisskráningu, þar er einnig krækja til að nálgast upplýsingar um áætlunarferðir sem og krækja á Vesturlandsvefinn.
-
Undir flipanum "Daglegt líf" hefur hnappur fyrir fjölmiðla verið uppfærður. Nú er hægt að nálgast þar öll fréttablöð á Snæfellsnesi sem og Skessuhorn. Krækjur á fleiri vefmiðla munu bætast við innan tíðar.
-
Undir flipanum "Stjórnsýsla" má nú nálgast í hægri dálki fréttayfirlit hvers mánaðar frá árinu 2003.
-
Undir flipanum "Þjónusta" eru upplýsingar um Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og upplýsingar um Grundarfjarðarkirkju hafa einnig verið fluttar þangað frá "Daglegu lífi".
-
Aðrir hlutar vefsins hafa einnig verið lítillega lagfærðir og enn fleiri lagfæringar munu sjást innan tíðar.
Lesendur eru hvattir til að koma ábendingum um það sem vel er gert á vefnum, og einnig það sem betur má fara, í netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is.