Þær breytingar hafa orðið á heimasíðunni að í stað flipans "Heilsugæsla" er kominn flipinn "Þjónusta". Þar undir er síðan heilsugæslan og fleiri upplýsingar munu birtast þar innan tíðar. Þar má nefna kirkju og safnaðarstarf, félags- og skólaþjónustu, slökkvilið, ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum um þjónustu sem í boði er í sveitarfélaginu.

Tilgangur þessarar breytingar er að bæta enn frekar þjónustu við Grundfirðinga og hafa upplýsingar aðgengilegar og skýrar. Á heimasíðunni er ætlunin að hafa sem bestar upplýsingar um hvað eina sem í boði er í Grundarfirði og er af nógu að taka.

 

Eins og áður þá hvetjum við lesendur heimasíðunnar til að senda okkur athugasemdir um hvað betur megi fara á síðunni og hverju megi bæta við.