Bæjarstjórinn, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, tilkynnti bæjarstjórninni á fundi hennar í dag, að hann hefði ekki í hyggju að sækjast eftir endurráðningu þegar núverandi ráðningarsamningur rennur út síðar á þessu ári.  Guðmundur tók fram, að þessi ákvörðun væri eingöngu tekin vegna persónulegra ástæðna.  Guðmundur sagðist hafa átt einstaklega gott samstarf við bæjarstjórnina, starfsfólk bæjarins og íbúa Grundarfjarðar og myndi sakna þessa alls þegar hann hyrfi á brott.  Guðmundur Ingi og kona hans munu flytja til Hellu þar sem þau bjuggu áður.  Hugsanlegt er að Guðmundur Ingi láti eitthvað til sín taka í sveitarstjórnarmálunum í Rangárþingi ytra.